Gunnlaugur Árni Sveinsson, kylfingur úr GKG, komst örugglega áfram í 64-manna úrslit U.S. Amateur-mótsins í San Francisco í fyrrakvöld. Gunnlaugur lék tvo hringi höggleiksins á pari og hafnaði í 14. sæti
Íslenska U20 ára kvennalandsliðið í körfubolta náði sögulegum árangri á Evrópumóti í aldursflokknum í Portúgal. Liðið hafnaði í áttunda sæti í A-deildinni en U20 ára landslið kvenna hefur aldrei náð jafn góðum árangri og leikur því áfram í A-deildinni í aldursflokknum
Akureyringurinn Brynjar Ingi Bjarnason gerði tveggja ára samning við þýska knattspyrnufélagið Greuther Fürth í síðasta mánuði. Hann kom til félagsins frá HamKam í Noregi, þar sem hann var í stóru hlutverki undanfarið hálft þriðja tímabil
Sænska knattspyrnufélagið Häcken hefur fest kaup á Eyrúnu Emblu Hjartardóttur frá Stjörnunni. Häcken leikur í sænsku úrvalsdeildinni og er landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir á mála hjá félaginu
Það er stærðarinnar Evrópukvöld í vændum þegar Víkingur úr Reykjavík heimsækir danska stórliðið Bröndby í Kaupmannahöfn í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og Breiðablik fær Zrinjski Mostar í heimsókn á Kópavogsvöll í 3
Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss og Tómas Eiríksson Hjaltested úr Golfklúbbi Reykjavíkur eru stigameistarar á GSÍ-mótaröðinni í golfi árið 2025. Er þetta í fyrsta skipti sem þau bæði hreppa stigameistaratitilinn
Alexander Petersson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Lettlands í handknattleik. Alexander skrifaði undir tveggja ára samning með möguleika á að framlengja um eitt ár. Hann mun aðstoða Margots Valkovskis sem tók nýlega við sem þjálfari
Stjarnan hefur samið við knattspyrnumennina Ibrahim Turay og Alpha Conteh, sem eru báðir landsliðsmenn Síerra Leóne. Turay er 24 ára miðjumaður sem kemur frá Bo Rangers í heimalandinu. Conteh er 25 ára kantmaður sem kemur frá Neftchi í Aserbaísjan
Davíð Snær Jóhannsson átti stórleik fyrir Aalesund er liðið sigraði Træff, 4:1, á útivelli í 2. umferð norsku bikarkeppninnar í fótbolta í gær. Davíð lék allan leikinn með sínu liði, skoraði eitt mark og lagði upp annað