Gunnlaugur Árni Sveinsson, kylfingur úr GKG, tapaði naumlega fyrir Bandaríkjamanninum Max Herendeen í 64-manna úrslitum U.S. Amateur-mótsins í San Francisco í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Gunnlaugur Árni tapaði fjórum holum í holukeppninni og vann Herendeen því 4/3 sigur
Ísland hafði betur gegn Svíþjóð, 73:70, í fyrri leik sínum á alþjóðlegu móti í Braga í Portúgal í gær. Jón Axel Guðmundsson var hetja íslenska liðsins því hann tryggði sigurinn á vítalínunni. Þá var Grindvíkingurinn stigahæstur í íslenska liðinu með 15 stig
Tindastóll og Þróttur úr Reykjavík gerðu dramatískt jafntefli, 1:1, í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar kvenna í fótbolta á Sauðárkróki í gærkvöldi. Eftir leikinn er Þróttur í þriðja sæti með 29 stig, nú átta stigum á eftir Íslandsmeisturum Breiðabliks, en með leik til góða
Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri mátti þola tap, 32:30, fyrir Danmörku í átta liða úrslitum HM 2025 í Egyptalandi í gær. Ísland lék stórkostlega í fyrri hálfleik og var yfir, 17:12, að honum loknum en í síðari hálfleik tók Danmörk leikinn yfir
Halldór Árnason, þjálfari Íslandsmeistara karla í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við Breiðablik til loka ársins 2028. Halldór tók við starfinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni í október árið 2023 og gerði liðið að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn árið 2024
Alþjóðlega körfuknattleikssambandið gaf út nýjan heimslista í gær og kvennalið Íslands féll niður um fjögur sæti. Ísland var í 62. sæti en er komið niður í 66. sæti listans. Ísland heldur 31. sæti á Evrópulistanum
Körfuknattleikskonan Kolbrún María Ármannsdóttir hefur samið við Hannover í Þýskalandi. Hún kemur frá uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, þar sem hún hefur leikið alla tíð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kolbrún verið einn allra besti leikmaður…
ÍBV er komið upp í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir tveggja ára fjarveru en Eyjakonur tryggðu sér sætið í deild þeirra bestu með sigri á Keflavík, 2:0, á útivelli í 15. umferð 1. deildarinnar í gærkvöldi
Víkingur úr Reykjavík er úr leik í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta eftir tap gegn danska liðinu Bröndby, 4:0, á útivelli í seinni leik liðanna í 3. umferð undankeppninnar í gærkvöldi. Víkingur vann fyrri leikinn 3:0 og vann Bröndby því einvígið 4:3
Breiðablik er úr leik í Evrópudeild karla í fótbolta eftir tap fyrir Zrinjski Mostar frá Bosníu á Kópavogsvelli í 3. umferð í undankeppninni í gærkvöldi, 2:1. Liðin gerðu 1:1-jafntefli í fyrri leiknum og vann bosníska liðið einvígið því 3:2