Þau Matthías Rúnar Sigurðsson og Hjördís Gréta Guðmundsdóttir opna höggmynda- og myndlistarsýningu sína í Hannesarholti í dag, laugardag, milli kl. 15 og 17. Sýningin sem ber yfirskriftina Steinvængr stendur til 27
Orgelsumarið heldur áfram í Hallgrímskirkju þar sem tvennir orgeltónleikar fara fram nú um helgina. Á hádegistónleikum í dag kl. 12 leikur Steinar Logi Helgason, organisti og kórstjóri í Hallgrímskirkju, tónlist Johanns Sebastians Bach og Maurice Duruflé á Klais-orgelið
Myndlistarkonan Tinna Rós Þorsteinsdóttir, betur þekkt sem Tinna Royal, opnar í dag, laugardag, kl. 14 sýningu sína Þarf að vera fullorðins alla daga? í Gallerí Fold. Um list sína segir Tinna í tilkynningu: „Ég leita að tilganginum að öllu í lífinu…
Sýningin The Universe Breathes Us verður opnuð í dag, laugardaginn 16. ágúst, milli klukkan 17-19 í Kling & Bang en sýningin mun standa til 28. september. Í tilkynningu segir að á sýningunni séu ný verk eftir Relational, samvinnuheiti þeirra…
Tónverkið „dwelling“ eftir Masaya Ozaki og Lilju Maríu Ásmundsdóttur verður flutt í Akranesvita í kvöld kl. 18. Verkið er innblásið af gönguleiðum á milli heimila tónskáldanna í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, segir í tilkynningu
„Ég var úti að ganga. Það hafði rignt mikið um daginn en svo þegar stytti upp kom sólarlag sem speglaðist fallega í pollunum. Þetta var bara eitt augnablik á bensínstöð og þegar ég hélt áfram þá sá ég þetta ekki lengur
Boðið var á dögunum upp á námskeið í nüshu-skrift á hóteli í Hunan-héraði í Kína. Nüshu merkir kvennaskrift, en skriftin var þróuð á laun fyrir um 400 árum þegar konum var enn bannað að afla sér formlegrar menntunar í skólum
Listasafn Reykjanesbæjar býður til sérstakrar kvikmyndasýningar og umræðu undir yfirskriftinni „Vísindaskáldskapur og Palestína“, sem fram fer í Hljómahöll í Reykjanesbæ á morgun, sunnudaginn 17
Fyrsta alþjóðlega píanókeppnin sem stjórn Félags íslenskra píanóleikara, sem í sitja þau Peter Máté, Erna Vala Arnardóttir og Nína Margrét Grímsdóttir, heldur fer fram um helgina, dagana 16.-17. ágúst, í Salnum í Kópavogi undir merkjum WPTA Iceland IPC 2025
Nýjasta ofurhetjumyndin úr smiðju Marvel, The Fantastic Four: First Steps eða Hin fjögur fræknu: Fyrstu skrefin hefur reynst mikill gullgrís fyrir fyrirtækið, ef marka má sölutölur eftir fyrstu sýningarvikurnar
Kristín Einarsdóttir Mäntylä sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari verða með tónleika á morgun í stofu nóbelsskáldsins á Gljúfrasteini. Dagskráin verður af margvíslegum toga en í tilkynningu segir að flutt verði sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Clöru og Robert Schumann og Anton Rubinstein
Bíó Paradís, Smárabíó, Sambíóin og Laugarásbíó Ástin sem eftir er / The Love that Remains ★★★★½ Leikstjórn: Hlynur Pálmason. Handrit: Hlynur Pálmason. Aðalleikarar: Saga Garðarsdóttir, Sverrir Guðnason, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Grímur Hlynsson, Þorgils Hlynsson og Panda. 2025. Ísland, Danmörk, Svíþjóð og Frakkland. 109 mín.
Hring eftir hring gekk hún, færði ró í brjóstið og á stundum svona varla tók maður eftir tónlistinni.
Það er offramboð á hlaðvarpsþáttum um fótbolta á Íslandi þar sem allir og amma þeirra hafa skoðanir á þeirri íþrótt og vilja deila þeim með sem flestum en það eru ekki margir að tala saman um handbolta og setja þátt um það á Spotify, nema Handkastið