Myndlistarmaðurinn Finnur Arnar opnar einkasýninguna Osfrv. í sýningarrýminu Á milli í Ingólfsstræti 6 í dag, fimmtudaginn 2. október, kl. 17. „Tíminn er náttúruauðlind
Sellóleikarinn Kian Soltani kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg í kvöld, fimmtudaginn 2. október, kl. 19.30. Þar leikur Soltani sellókonsert nr. 1 í C-dúr eftir Haydn sem er sagður fara einkar vel við ástríðufulla fimmtu sinfóníu Tsjajkovskíjs sem jafnframt er á efnisskránni
Dansverkið Svartir fuglar verður sýnt í Tjarnarbíói á laugardag, 4. október, kl. 13. Verkið er eftir Láru Stefánsdóttur, byggt á ljóðum Elísabetar Jökulsdóttur. „Dansverkið Svartir fuglar á erindi inn í samfélagið þar sem ákveðnar raddir eru…
Glerregn Rúríar frá 1984 telst til merkustu umhverfisverka listakonunnar, en Rúrí hafði þá þegar sýnt verk sitt Skógur (III) ári áður, sem telja verður nokkurs konar undanfara Glerregns þó svo um allt annars konar verk sé að ræða
Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) stofna til nýrra verðlauna fyrir íslenska bókahönnun. Verðlaunin byggjast á eldri grunni, en sambærileg viðurkenning var afhent árið 1966 þegar FÍT stóð fyrir sýningunni Íslenzk bókagerð 1965
Tónlistarmaðurinn Yusuf, áður þekktur sem Cat Stevens, hefur tilkynnt að bókatúr hans um Bandaríkin verði frestað vegna tafa á vegabréfsáritun. Þar átti að kynna endurminningar hans Cat on the Road to Findout með viðburðum víðs vegar um Bandaríkin
„Okkur langaði til að vera með leikvöll þar sem við tökum okkur ekki of alvarlega, og bjóða upp á skemmtilega og óvænta viðburði, reyna að búa til eitthvað öðruvísi. Fyrst og fremst til að sameina fólk og auka blöndun strauma og stefna í…
Laugarásbíó, Sambíóin og Smárabíó One Battle After Another ★★★★★ Leikstjórn og handrit: Paul Thomas Anderson. Lauslega byggt á skáldsögunni Vineland eftir Thomas Pynchon. Aðalleikarar: Leonardo DiCaprio, Sean Penn, Benicio del Toro, Regina Hall, Teyana Taylor og Chase Infiniti. Bandaríkin, 2025. 162 mín.
Þegar ég tók utan af gjöfinni reyndist þessi silfurlitaði kassi vera plötuspilari. Hjarta mitt tók ennþá meiri kipp því ég hef aldrei í lífinu átt plötuspilara. Ég datt beint í barnaorkuna og leið eins og ég væri átta ára og hefði fengið heila Barbie-blokk
Skáldsaga Þú sem ert á jörðu ★★★★½ Eftir Nínu Ólafsdóttur. Mál og menning, 2025. Mjúkspjalda, 214 bls.
Það gladdi Ljósvaka sérstaklega að sjá Ólaf Darra í settinu hjá Gísla Marteini sl. föstudagskvöld í fyrsta þætti vetrarins. Ólafur Darri var þá að mæta öðru sinni á einu ári, eða svo, en hann var líka hjá Gísla 11