Haukar unnu afar öruggan sigur á Val, 101:66, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik í Ólafssal á Ásvöllum á laugardag. Haukar eru þar með 1:0 yfir í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í úrslitum
Fram er komið í 2:0 í einvígi sínu gegn Íslands- og deildarmeisturum FH í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik eftir að hafa unnið annan leik liðanna, 22:19, í Úlfarsárdalnum í gærkvöldi. Bikarmeistarar Fram eru því aðeins einum sigri frá …
32 liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu lauk með fjórum leikjum á laugardag þar sem KR, Valur, Þór frá Akureyri og Fram tryggðu sæti sín í 16 liða úrslitum. KR vann 4. deildar lið KÁ auðveldlega, 11:0, í Vesturbænum þar sem hinn 15 ára…
Stjarnan hafði betur gegn Grindavík, 108:100, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í Garðabænum í gærkvöldi. Staðan er því 1:0 í einvíginu, Stjörnunni í vil. Mætast liðin næst á eiginlegum heimavelli Grindavíkur í Smáranum í Kópavogi næstkomandi fimmtudagskvöld
Trent Alexander-Arnold kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Liverpool í 1:0-sigri á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á páskadag. Liverpool er með 13 stiga forskot á toppi deildarinnar þegar aðeins fimm umferðir eru óleiknar og …
Þór/KA vann endurkomusigur á Tindastóli, 2:1, þegar liðin mættust í Norðurlandsslag í annarri umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í Boganum á Akureyri í gær. Þór/KA er því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar
Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik með því að leggja ÍBV að velli, 23:19, í öðrum leik liðanna í sex liða úrslitum í Vestmannaeyjum á laugardag. Haukar unnu þar með einvígið 2:0 og mæta Fram í undanúrslitum