Spænski körfuknattleiksmaðurinn Julio de Assis er genginn til liðs við Njarðvík og er því farinn frá Stjörnunni sem samdi við hann í sumar. Hann spilaði ekki mótsleik með Garðabæjarliðinu. De Assis lék með BC Vienna í Austurríki síðasta vetur en þar á undan með bæði Grindavík og Breiðabliki
Frjálsíþróttakonan Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir úr ÍR tók í síðasta mánuði þátt á sínu fyrsta heimsmeistaramóti á ferlinum er hún keppti í sleggjukasti á HM 2025 í Tókýó í Japan. „Það var geggjað að komast á þetta stig og fá að upplifa stærðina og orkuna í þessu móti
Bournemouth er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á Fulham á heimavelli í gærkvöld, 3:1. Bournemouth er með 14 stig, einu minna en Liverpool og einu meira en Arsenal sem er í þriðja sæti
Magnús Öder Einarsson, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Fram í handknattleik, gekkst undir aðgerð á hné á miðvikudaginn en Handkastið greindi frá því í gær. Hann verður því væntanlega ekkert með Fram fyrr en eftir landsleikjahléið í vetur
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Grindvíkingar léku í gærkvöld sinn fyrsta leik á sínum rétta heimavelli í úrvalsdeild karla í körfuknattleik frá því í nóvember 2023. Frá því eldsumbrotin hófust í nágrenni Grindavíkur hefur liðið haft aðsetur í Smáranum í Kópavogi
Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu annað árið í röð og í tuttugasta skiptið samtals eftir sigur á Víkingi, 3:2, í spennuleik á Kópavogsvelli í gærkvöld. Blikakonur höfðu misst af tveimur tækifærum í röð til að tryggja sér titilinn,…
Leik Vals og Tindastóls í úrvalsdeild karla sem fram átti að fara á Hlíðarenda í dag hefur verið frestað til mánudags. Ástæðan er sú að flugi Tindastólsliðsins frá München í gær var aflýst vegna drónaumferðar við flugvöllinn þar
„Tilfinningin er stórkostleg. Ég er ógeðslega ánægð með að við sigldum þessu í höfn. Þetta var sjúklega erfiður leikur. Ég er gríðarlega stolt af liðinu að hafa klárað þetta og þetta er geggjuð tilfinning,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við Morgunblaðið eftir leik
Ungstirnið Lamine Yamal verður ekki með Barcelona næstu vikurnar eftir að nárameiðsli tóku sig upp í vikunni í leik gegn París SG í Meistaradeildinni. Yamal varð á dögunum annar í kjörinu á besta knattspyrnumanni heims, Gullboltanum, og var…