Segjast hafa skotið niður langdræga sprengjuvél

Myndin sýnir flugvélabrakið.
Myndin sýnir flugvélabrakið. AFP/Héraðsstjóri Stavropol

Úkraínumenn segjast hafa skotið niður langdræga rússneska sprengjuflugvél af gerðinni Tu-22M3. Er þetta í fyrsta sinn síðan að stríðið hófst sem Úkraínumenn hafa skotið niður langdræga sprengjuflugvél.

Úkraínsk stjórnvöld segja jafnframt sprengjuflugvélina hafa verið notaða til að skjóta stýriflaugum á úkraínskar borgir.

Í yfirlýsingu frá úkraínska hernum segir að flugvélin hafi verið skotin niður með loftvarnaflaugum. Var aðgerðin unnin í samvinnu úkraínska flughersins og úkraínskrar leyniþjónustu. 

Eins saknað og einn látinn

Héraðsstjóri Stavropol segir að flugvélin hafi brotlent í suðurhluta Rússlands í Stavropol-héraði á meðan hún var á leið aftur á flugherstöð.

Fjögurra manna áhöfn var um borð í vélinni og lést einn, að sögn yfirvalda í Stavropol. Tveir voru fluttir á sjúkrahús en einn í áhöfninni hefur enn ekki fundist.

Úkraínsk leyniþjónusta segir að flugvélin hafi verið skotin niður í um 300 kílómetra fjarlægð frá Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert