Liðsmenn hljómsveitar handteknir fyrir nasistaáróður

Sergey Troitsky er einn af stofnendum og bassaleikari Korrozia Metalla. …
Sergey Troitsky er einn af stofnendum og bassaleikari Korrozia Metalla. Óvíst er hvort hann sé einn hinna handteknu. Ljósmynd/Wikipedia.org

Þrír liðsmenn rússnesku rokkhljómsveitarinnar Korrozia Metalla voru handteknir á tónleikum sínum í gær og ákærðir fyrir að sýna nasistamerki. 

Liðsmennirnir eru 19, 42 og 57 ára gamlir og eru sakaðir um „áróður eða sýningu á munum og táknum nasista“, að sögn lögreglu í borginni Nijni-Novgorod. 

Lögreglumenn handtóku liðsmennina á næturklúbbi í borginni sem er í vesturhluta Rússlands. Stuttermabolir og bækur með merkjum nasista voru gerð upptæk. 

Liðsmennirnir eiga von á sekt eða stuttri fangelsisvist. 

Maria Rounova, liðskona í hljómsveitinni, tjáði ríkisfjölmiðlinum TASS að táknin sem um ræðir væru „gömul slavnesk merki“. 

Á myndum sem deilt var á samfélagsmiðla sjást lögreglumenn ryðjast inn á næturklúbbinn og neyða gesti til þess að leggjast á gólfið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert