Lík bræðranna flutt til Bandaríkjanna

Líkbíllinn flutti lík bræðranna að landamærunum.
Líkbíllinn flutti lík bræðranna að landamærunum. AFP/Guillermo Arias

Líkbíl með líkum áströlsku bræðranna Jake og Callum Robinson var keyrt í átt að landamærum Mexíkó að Bandaríkjunum í gær, fimmtudag. Bræðurnir voru myrtir ásamt vini þeirra eru þeir voru í fríi í landinu í lok apríl. 

Bílstjóri bílsins sagði við blaðamenn að hann myndi keyra lík bræðranna að landamærunum, er hann lagði af stað frá líkhúsinu í borginni Tijuana. 

Líkhúsið í Tijuana-borg þar sem bræðurnir voru.
Líkhúsið í Tijuana-borg þar sem bræðurnir voru. AFP/Guillermo Arias

Lík hins bandaríska Jack Carter Rhoad, sem var einnig myrtur, er á öðru líkhúsi í borginni. 

Það mun taka nokkra klukkutíma að fara með líkin yfir landamærin svo að óljóst er hvenær þau koma til San Diego-borgar þar sem Debra og Martin Robinson munu taka við líkum sona sinna.

Einn ákærður

Vinirnir þrír höfðu tjaldað á afskekktu svæði í Baja Kalifornía-fylki þegar þeir voru myrtir. Lögreglan telur að þeir hafi verið drepn­ir vegna til­raun­ar til að stela pall­bíl þeirra sem fannst skammt frá og búið var að kveikja í.

Líkin þrjú fundust í vatni með skotsár á höfðum þeirra.

Á miðvikudag var maður að nafni Jesus Gerardo ákærður fyrir morðin. Tveir aðrir eru grunaðir um að hafa átt aðild að morðunum. Þeir eru í haldi lögreglu fyrir fíkniefnavörslu.

Svæðið þar sem líkin fundust.
Svæðið þar sem líkin fundust. AFP/Guillermo Arias
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert