Íhuga löggjöf um skjánotkun barna

Frakkar vilja börnin sín til baka.
Frakkar vilja börnin sín til baka.

Sérfræðinefnd sem sett var á laggirnar af Emanuel Macron forseta Frakklands hefur lagt til að gerðar verði róttækar breytingar á löggjöf sem miðar að því að hamla notkun barna á snjalltækjum og samfélagsmiðlum.

Tillagan ber með sér að börnum undir 11 ára aldri verði bannað að eiga snjallsíma og að börnum undir 13 ára aldri verði bannað að eiga snjallsíma með aðgang að interneti. Aukinheldur er lagt til að börn undir 15 ára aldri fái ekki aðgang að samfélagsmiðlum.

Sífellt fleiri sálfræðirannsóknir bera með sér að óþroskaðir hugar ungmenna ráði illa við það sem óravíddir internetsins bera með sér. Þá eru unglingar sagðir sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum samfélagsmiðla.

Emanuel Macron er áhyggjufullur yfir skjánotkun barna.
Emanuel Macron er áhyggjufullur yfir skjánotkun barna. AFP/Mogammed Badra

Offita kvíði og þunglyndi 

Nefndin er leidd af taugasérfræðingnum Servane Mouton og geðlækninum Amine Benyamina en í henni sátu einnig sérfræðingar úr hinum ýmsu geirum. Meðal annars úr lögfræði- og tæknigeiranum. Er það mál þeirra að tæknirisar eigi að finna það upp hjá sjálfum sér að setja stífari reglur um notkun á miðlum þeirra.

Engin tímalína hefur verið sett varðandi það hvenær löggjöf um málefnið gæti komið fram og óljóst er hvort farið verði að ráðleggingum nefndarinnar.

Skjátími er sagður helsta ástæða offitu barna og samfélagsmiðlar helsta orsök kvíða og þunglyndis.  

Reuters segir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert