Reyndi að kveikja í bænahúsi – Skotinn til bana

Franska lögreglan að störfum fyrr í vikunni.
Franska lögreglan að störfum fyrr í vikunni. AFP/Delphine Mayeur

Franska lögreglan drap í morgun vopnaðan mann sem reyndi að kveikja í bænahúsi gyðinga í borginni Rouen í norðurhluta landsins.

Innanríkisráðherra Frakklands, Gerald Darmanin, greindi frá þessu. 

„Lögreglan í Rouen stöðvaði snemma í morgun vopnaðan einstakling sem ætlaði greinilega að kveikja í bænahúsi borgarinnar,” skrifaði Darmanin á X.

Heimildarmaður sagði AFP fréttastofunni að maðurinn hefði verið „vopnaður hnífi og járnstöng, hann nálgaðist lögregluna, sem hleypti af skotum. Einstaklingurinn lést”.

Stærsta samfélag gyðinga í heiminum er í Frakklandi, að undanskildum Ísrael og Bandaríkjunum. Að auki er stærsta samfélag múslima í Evrópu í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert