Kauphöllin að hruni komin

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmörku talar við fjölmiðla á fundi í …
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmörku talar við fjölmiðla á fundi í dag. AFP

Viðbragðsaðilar óttast að Børsen, gamla kauphöllin í Kaupmannahöfn, kunni að hrynja vegna óhapps þegar kranaklippur losnuðu og festust á milli vinnupalla og veggja byggingarinnar.

Samhliða því hafa sterkir vindar sett svip sinn á björgunarstarf en vinnupallar við bygginguna voru í notkun þegar mikill eldur braust út fyrir þremur dögum.

Vinnupallarnir stóðu við bygginguna vegna framkvæmda við bygginguna í tilefni af því að 400 ár eru síðan kauphöllin var tekin í notkun. 

Óttast hrun til grunna 

Ekki liggur fyrir hvernig atvikið kom upp en það þykir afar óheppilegt. Kranaklippurnar voru notaðar til þess að færa vinnupalla frá eftirstandandi hlutum byggingarinnar. Að sögn Tim Ole Simons, sem fer fyrir björgunaraðgerðum, hefur óhappið áhrif á getu björgunarmanna til að varðveita það sem eftir er af byggingunni og kallaði ástandið „ótryggt“ á fréttamannafundi. 

Með því vísaði hann til þess að það sem eftir stendur af byggingunni þykir afar óstöðugt og hvers kyns rask kunni að leiða til þess að fleiri hlutar byggingarinnar gefi sig.

Samhliða stendur sterku vindur á bygginguna og óttast menn að hún hrynji til grunna ef aðstæður breytast ekki.

Mikill eldur kom upp í þaki byggingarinnar á þriðjudagsmorgun.
Mikill eldur kom upp í þaki byggingarinnar á þriðjudagsmorgun. AFP

Ítarleg lögreglurannsókn 

Kauphöllin er meðal sögufrægari mannvirkja í Kaupmannahöfn og var byggð á árunum 1619-1640 og sinnti hún hlutverki sínu allt til ársins 1970 þegar kauphallarstarfsemin var færð annað.

Eldurinn kom upp í þaki byggingarinnar. Eldsupptök eru enn ókunn en lögregla tilkynnti á miðvikudag að allnokkurt púður yrði sett í rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert