Eitt besta markið var íslenskt (myndskeið)

Perla Ruth Albertsdóttir í baráttunni í leiknum við Færeyjar.
Perla Ruth Albertsdóttir í baráttunni í leiknum við Færeyjar. mbl.is/Óttar Geirsson

Selfyssingurinn Perla Ruth Albertsdóttir átti eitt besta markið í undankeppni Evrópumótsins í handbolta, en Ísland tryggði sér sæti á lokamótinu með því að enda í öðru sæti síns riðils.

Perla skoraði 16. mark Íslands í sigri á Færeyjum í lokaumferðinni en það var afar glæsilegt. Skrúfaði hún þá boltanum stórglæsilega í gegnum klofið á færeyska markverðinum og í netið.

Sjón er sögu ríkari og má sjá markið í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert