Sýnilegur munur á eldvirkninni

Svona leit gígurinn út kl. 13:40 í dag.
Svona leit gígurinn út kl. 13:40 í dag. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Enn ríkir mikil óvissa um framhaldið í eldgosinu í Sundhnúkagígum og ýmsar sviðsmyndir sem settar hafa verið fram. Þannig telja sumir jarðvísindamenn mestar líkur á að krafturinn í gosinu muni aukast á næstu dögum, en þrýstingurinn í kvikuhólfinu hefur orðið meiri síðustu daga. 

Eldgosið í Sundhnúkagígum eins og það leit út í síðustu …
Eldgosið í Sundhnúkagígum eins og það leit út í síðustu viku. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Á meðfylgjandi myndum, sem ljósmyndarinn Hörður Kristleifsson tók má þó sjá að eldvirknin í gígnum sem enn spúir eldi var sjáanlega minni í dag á baráttudegi verkalýðsins en hann var fyrir viku síðan. Er þá spurning hvort að gígurinn hafi mögulega tekið sér smáhvíld í tilefni dagsins, en ljóst er að ekki er á vísan að róa þegar kemur að eldvirkninni á Reykjanesskaga. 

Hörður hefur einnig verið iðinn við að birta myndir af gosinu á Instagram-síðu sinni, en hann birti þar nýlega færslu, sem sýndi muninn á Sundhnúkagígaröðinni fyrir og eftir núverandi gos. Er sjón þar sögu ríkari. 

Á þessari mynd má svo sjá samanburð á Sundhnúkagígaröðinni á …
Á þessari mynd má svo sjá samanburð á Sundhnúkagígaröðinni á milli ára, en myndin til vinstri er tekin árið 2023 en sú til hægri í ár. mbl.is/Hörður Kristleifsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert