Öllum tilboðum hafnað

Höfn í Hornafirði.
Höfn í Hornafirði. mbl.is/Golli

Vegagerðin hefur ákveðið að hafna öllum þremur tilboðunum sem bárust vegna áætlunarflugs til Hafnar í Hornafirði í vetur.

Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu en um er að ræða sérleyfissamning fyrir árin 2024 til 2027.

Tilboð voru opnuð 30. apríl. Þrjú tilboð bárust en þau voru öll töluvert yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Var því ákveðið að hafna þeim öllum, að því er segir í tilkynningu.

Áætlaður verkkostnaður var um 642 milljónir króna. Tilboðin, sem bárust frá Norlandair, Mýflugi og Icelandair voru aftur á móti á bilinu um 1,4 milljarðar króna til 3,3 milljarðar króna. 

Tilboðsgjöfum verður í staðinn boðið til samningaviðræðna og stefnt er að því að þær hefjist fljótlega. Núgildandi samningur rennur út 30. ágúst næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert