Maguire vill breyta myndbandsdómgæslunni

Harry Maguire.
Harry Maguire. AFP/Oli Scarff

Enski knattspyrnumaðurinn Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, vill sjá breytingar á myndbandsdómgæslunni. 

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Wol­ver­hampt­on Wand­erers hef­ur lagt fram form­lega til­lögu um að enska úr­vals­deild­in af­nemi notk­un mynd­bands­dómgæslu, VAR, við dómgæslu leikja frá og með næsta tíma­bili.

Tilagan verður tek­in fyr­ir með form­leg­um hætti á árs­fundi ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar þann 6. júní næst­kom­andi þar sem öll 20 fé­lög­in í deild­inni greiða at­kvæði um hana.

Eigi til­lag­an að ná fram að ganga verður 2/​3 meiri­hluti að samþykkja hana, sem eru 14 af 20 fé­lög­um ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar.

Í samtali við the Sun segir Maguire að myndbandsdómgæslan virki ekki nema er kemur að einu atriði, rangstöðu. 

Hann leggur til að dómarasambandið ætti aðeins að beita því er kemur að rangstöðu og ekki öðrum atriðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert