Arkitektahöll í Fossvogi með eftirsóknarverðum eiginleikum

Stiginn á milli hæða er hannaður þannig að birta úr …
Stiginn á milli hæða er hannaður þannig að birta úr þakglugga skilar sér niður á palla hússins.

Við Giljaland í Fossvogi er að finna 235 fm raðhús sem reist var 1969. Húsið er einstakt á margan hátt en það er á fjórum pöllum og státar af sérstökum innréttingum. Sigurður Halldórsson, arkitekt á Gláma Kím, og Elísabet Konráðsdóttir búa í húsinu og er heimili þeirra einstaklega smekklegt. 

Húsið er einkennandi fyrir húsagerð í hluta Fossvogshverfisins. Arkitekt hússins er Haraldur V. Haraldsson en í hans hönnun eru svefnherbergin á efsta palli hússins, ekki þeim neðsta eins og oft tíðkast í pallaraðhúsum hverfisins. 

Það að hafa svefnherbergin á efstu hæðinni gerir það að verkum að þau njóta friðhelgi og því er unnt að ganga beint úr stofunni í skjólgóðan suðurgarð. Garðurinn verður því eins konar framlenging af húsinu. 

Úr stofunni er útgengi út í garð.
Úr stofunni er útgengi út í garð.
Uppröðun á húsgögnum og listaverkum er til fyrirmyndar í húsinu.
Uppröðun á húsgögnum og listaverkum er til fyrirmyndar í húsinu.

„Í stað gluggalauss gangs er aðkoma að svefnherbergjum um svalir sem opnast inn að björtu miðrými hússins með léttbyggðum stiga milli palla. Gler er yfir skilveggjum herbergja á efsta palli og fyrir vikið endurvarpar viðarklæddur loftflöturinn sólarbirtu inn í miðju hússins sem jafnframt nýtur dagsljóss frá þakglugga yfir borðstofu,“ segir í lýsingu á fasteignavef mbl.is. 

Herbergin eru á efsta palli hússins. Hér sést hvernig birtan …
Herbergin eru á efsta palli hússins. Hér sést hvernig birtan úr þakglugganum flæðir niður á neðri pallana.

Á milli hæða er fallega hannaður stigi sem gerir það að verkum að dagsbirtan úr þakglugga hússins skilar sér á neðri hæðir. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Giljaland 3

Sjónsteypa og viður mætast í eldhúsinnréttingunni.
Sjónsteypa og viður mætast í eldhúsinnréttingunni.
Innréttingar hússins búa yfir mikilli sérstöðu.
Innréttingar hússins búa yfir mikilli sérstöðu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál