Hákarl á hjólreiðastíg: „Hvaðan í ósköpunum kom hann“

Mynd úr safni. Hákarlinn fannst á hjólreiðastíg.
Mynd úr safni. Hákarlinn fannst á hjólreiðastíg. mbl.is/Hari

Hjólreiðakappar ráku margir upp stór augu í morgun er þeir hjóluðu fram hjá hákarli sem lá á hjólreiðastíg í Rindum í Danmörku, skammt frá bænum Ringkøbing.

Háfiskurinn, sem var sem betur fer dauður, var um einn og hálfur metri að lengd, að því er fram kemur á vef TV Midvest.

„Þetta er lífsreynsla sem maður upplifir bara einu sinni. Ég er enn að hugsa með mér „Hvaðan í ósköpunum kom hann“,“ sagði Jacky Priest sem fann hákarlinn í morgun.

Ekki liggur fyrir hvers vegna fiskurinn endaði á veginum en að sögn lögreglu er lítið annað vitað um hákarlinn annað en að hann hafi fundist á hjólreiðastígnum.

Þá hafa engar tilkynningar borist um týndan hákarl, að því er danska ríkisúvarpið greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert