Átta særðir eftir loftárás Ísraela á Sýrland

Lofrárásir hafa beinst að skotmörkum nærri Damaskus.
Lofrárásir hafa beinst að skotmörkum nærri Damaskus. AFP

Varnarmálaráðuneyti Sýrlands segir að átta hermenn hafi særst í loftárás Ísraelsmanna á skotmörk nærri Damaskus í gærkvöldi.

Ísralsmenn hafa ítrekað beitt loftárásum á Sýrland undanfarin ár. Tilgangurinn er sagður sá að hamla írönskum áhrifum í Sýrlandi, en írönsk yfirvöld hafa séð sýrlenska hernum fyrir hergögnum um langt skeið. 

Árásin er sögð hafa beinst að opinberri byggingu á dreifbýlu svæði sem notuð hefur verið undir starfsemi Hesbollah frá árinu 2014.

Ísraelsmenn hafa framkvæmd hundruð loftárása á Sýrland frá því borgarastyrjöld braust út í landinu árið 2011. Að mestu hafa árásirnar beinst að hernaðarlegum skotmörkum og hópum sem njóta stuðnings Írana í Sýrlandi.

Árásir hafa orðið tíðari frá því Hamasliðar frömdu hryðjuverk í Íran þann 7. október síðastliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert