Börnin munu bjarga sambandinu

Allir vilja sjá Harry og Vilhjálm sættast. Þeir voru eitt …
Allir vilja sjá Harry og Vilhjálm sættast. Þeir voru eitt sinn afar nánir. AFP

Augu breskra fjölmiðla hafa beinst að Harry prins en hann mun heimsækja Bretland í næstu viku. Andað hefur köldu á milli Harry prins og bróður hans og talið er ólíklegt að þeir muni hittast. Margir vilja að þeir sættist, sérstaklega í ljósi veikinda annarra fjölskyldumeðlima og trúa að börn þeirra muni leika þar stórt hlutverk.

„Hann mun ekki hitta börn Vilhjálms en hann mun hitta Karl föður sinn,“ segir Helena Chard konunglegur álitsgjafi í viðtali við GB News.

„Það yrði yndislegt ef fjölskyldan gæti sameinast. Það væri til dæmis frábært ef Karlotta prinsessa fengi faðmlag frá frænda sínum. En það er ekki að fara að gerast. Það er engin leið að Vilhjálmur myndi leyfa slíkt.“

„Ég er þeirrar skoðunar að Harry prins þurfi að byggja brýr. Hann verður að gera eitthvað til þess að bæta fyrir það sem hann gerði. Það er mikill sársauki þarna. Karl kóngur vill skiljanlega hitta drenginn sinn. Það er auðveldara að lagfæra þeirra samband. En ég held samt að Harry prins verði að gefa meira eftir.“

Þá bendir Chard á það hvernig börn þeirra geti hjálpað til við að sameina fjölskylduna.

„Eftir því sem börnin verða eldri þá verða þau forvitnari um fjölskylduna sína. Þau gætu spurt sig afhverju þau hafa ekki hitt frændur sína og frænkur. Afhverju hafa þau ekki hitt föðurbróður sinn og eiginkonu hans? Vonandi verða börnin til þess að laga sambandið því það vilja augljóslega allir hittast. Það yrði ákaflega sorglegt ef það gerðist ekki. Vonandi mun Karl leita leiða til þess að sætta bræðurna.“

Fjölskyldan er sundruð.
Fjölskyldan er sundruð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert