Fyrirliðinn hrósaði bróður sínum í hástert

Bræðurnir Ólafur Ólafsson og Jóhann Ólafsson.
Bræðurnir Ólafur Ólafsson og Jóhann Ólafsson. mbl.is/Óttar Geirsson

Körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, er fullur tilhlökkunar fyrir komandi einvígi liðsins gegn Keflavík í undanúrslitum Íslandsmótsins en það hefur gengið á ýmsu hjá Grindvíkingum á tímabilinu vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.

Ólafur, sem er 33 ára gamall, er uppalinn hjá Grindavík og hefur verið fyrirliði liðsins undandarin ár en hann hefur tívegis orðið Íslandsmeistari með Grindavík, 2012 og 2013.

Grindavík hafnaði í öðru sæti deildarkeppninnar á meðan Keflavík hafnaði í þriðja sætinu. Grindavík hafði betur gegn Tindastóli í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins, 3:0, á meðan Keflavík hafði betur gegn Álftanesi, 3:1.

Bróðirinn frábær þjálfari

Jóhann Þór Ólafsson tók við þjálfun Grindavíkur á nýjan leik í júní árið 2022 en hann stýrði liðinu árið 2017 þegar Grindavík lék síðast til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

„Jói bróður er mjög reynslumikill þegar kemur að þessum stóru einvígum. Hann var aðstoðarþjálfari þegar liðið varð síðast Íslandsmeistari og hann fór með okkur í úrslitin árið 2017. Hann hefur gert þetta margoft og þó hann sé rólegur heimafyrir er hann alltaf mjög æstur á hliðarlínunni enda mikill keppnismaður.  Hann er frábær þjálfari og það er aðdáunarvert hverni hann leggur leikina upp. Hann og Jóhann Árni, aðstoðarþjálfari, vinna þetta mjög vel saman og þeir eru líka duglegir að spyrja okkur leikmennina um álit. Það er því mikil samvinna í gangi innan liðsins.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert