Elmar er ágætur í handbolta

Arnór Viðarsson reynir að komast í gegnum vörn FH í …
Arnór Viðarsson reynir að komast í gegnum vörn FH í leiknum í Kaplakrika í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Magnús Stefánsson þjálfari ÍBV var ánægður með sigurinn gegn FH í kvöld en Eyjamenn lögðu FH að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik í Kaplakrika, 29:28.

Með sigrinum fær ÍBV tækifæri til að ná fram hreinum oddaleik en staðan í undanúrslitaeinvíginu er 2:1 fyrir FH. Mbl.is ræddi við Magnús strax eftir leik.

Hvað skóp sigurinn hjá ÍBV í kvöld?

„Frábær stemmning í mínu liði. Frábær karakter í leikmönnum og við sýndum okkar rétta andlit í kvöld. Við vorum búnir að vera aðeins og daufir og aðeins of til baka í fyrstu tveimur leikjunum. Strákarnir gíruðu sig bara upp og sáum um þennan leik."

Elmar skorar 15 mörk. Var lagt upp með að koma honum í færi í dag?

„Elmar er ágætur í handbolta og hann var bara á öldunni sinni. Hann hitti heldur betur á geggjaðan dag og fékk frábæra hjálp frá línumönnunum okkar. Þetta var alls enginn einleikur hjá honum en hann var frábær og sá glufurnar og notfærði þær bara frábærlega."

Staðan er 2:1 í einvíginu og næsti leikur er 1. maí. ÍBV ætlar sér auðvitað sigur þar?

„Já við getum ekki farið að slútta þessu alveg strax. Þetta er bara svo gaman. Umgjörðin hjá FH í kvöld er frábær og stemmningin hjá báðum liðum er alveg trufluð, bæði hér í Kaplakrika og í eyjum hjá báðum liðum. Ég myndi bara segja að það að þessi tvö lið séu að mætast hérna sé bara ein besta auglýsing sem hægt er að fá fyrir íslenskan handbolta."

Hvað þarf ÍBV að gera til að ná fram tveimur sigrum í röð á móti FH?

„Við þurfum að fá frábæra stemmningu frá okkar fólki og við þurfum að fá framlag frá öllum. Við höldum þetta ekki út í 60 mínútur með bara 8 leikmenn. Við erum að spila á 14 mönnum í kvöld og það er bara eitthvað sem skiptir miklu máli í svona seríu. Frábært framlag frá öllum í dag og við þurfum það líka í næsta leik. Það kemur alltaf einhver og tekur við keflinu." sagði Magnús í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert