Arnar Þór hvergi nærri hættur

Arnar Þór Jónsson, forsetaframbjóðandi.
Arnar Þór Jónsson, forsetaframbjóðandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi, segist vera fullur eldmóð og keppnisskapi og að hann sé hvergi nærri hættur, spurður um viðbrögð um fylgisaukningu í nýjustu skoðanakönnun Prósents, sem var gerð fyrir Morgunblaðið og mbl.is. 

Fylgi Arnars eykst um 1,4 prósent á milli kannana en hann fer úr 4,3 prósent í 5,7 prósent í nýjustu skoðanakönnun Prósents.

Þá segir hann að könnunin gefi ekki raunverulega mynd af stöðunni og að helmingur landsmanna eigi enn eftir að gera upp hug sinn.

Arnar Þór hefur verið að ferðast um landið í kosningabaráttu sinni og segist finna fyrir miklum stuðning hvert sem hann fer. Þá segist hann ekki hafa lokið ferðum sínum og stefnir á Suðurnesin, Akureyri og Vestmannaeyjar á næstu vikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert