Yfirgefur Chelsea eftir tímabilið

Fran Kirby á EM 2022.
Fran Kirby á EM 2022. AFP/Lindsey Parnaby

Enska landsliðskonan Fran Kirby tilkynnti í í dag að hún yfirgefur enska knattspyrnufélagið Chelsea í sumar eftir níu ára veru.

Kirby er sóknarmaður og er markahæsti leikmaður kvennaliðs Chelsea allra tíma en hún hefur skorað 115 mörk í 205 leikjum og hefur unnið fjórtán titla. Fimm sinnum orðið deildarmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari og tvisvar sinnum deildarbikarmeistari.

Hún hefur tvisvar sinnum verið valin besti leikmaður tímabilsins og á að baki 70 leiki fyrir enska landsliðið þar sem hún hefur skorað 19 mörk. Hún var með stórt hlutverk á EM 2022 þegar England varð Evrópumeistari og skoraði m.a. mark í undanúrslitum gegn Svíþjóð.

View this post on Instagram

A post shared by Fran Kirby (@frankirby)

Emma Hayes, þjálfari liðins er einnig á förum eftir tímabilið en Chelsea er í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni eins og staðan er í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert