149 nemendur kepptu í forritun

Nemendur einbeittu sér að verkefninu.
Nemendur einbeittu sér að verkefninu. mbl.is/Óttar

Árlega forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram í dag. Alls tóku 149 nemendur þátt í 57 liðum.

Keppnin fór bæði fram í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. 46 lið kepptu í HR og 11 lið í HA. Komu keppendur úr fjölmörgum framhaldsskólum.

Sigurbjörg Ásta segir 21 stelpur hafa tekið þátt í keppninni …
Sigurbjörg Ásta segir 21 stelpur hafa tekið þátt í keppninni í dag. mbl.is/Óttar

Entomophobia besta nafnið

Keppninni var skipt í þrjár deildir eftir erfiðleikastigi, Alfa, Beta og Delta.

Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir besta nafnið. Nafnið Entomophobia var valið besta nafnið, en það var Eva Sóllilja Einarsdóttir úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem átti það.

Keppnin fór bæði fram í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum …
Keppnin fór bæði fram í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. mbl.is/Óttar

Keppti ein og sigraði

Í fyrra var metfjöldi stelpna sem tóku þátt í keppninni. Sigurbjörg Ásta Hreinsdóttir, skrifstofustjóri tölvunarfræðideildar HR, segir færri stelpur hafa tekið þátt í ár, en þær voru alls 21. Hún segir einstaklega ánægjulegt að stúlka, sem keppti ein, hafi sigrað Beta-deildina.

„Það sem vakti sérstaka ánægju okkar var að í fyrsta sæti í Beta-deildinni var stelpa sem var að keppa ein, en venjulega eru þrír í liði. Þetta var frábært árangur hjá henni, hún var að keppa í fyrsta skipti og ein í liði og náði fyrsta sæti,“ segir Sigurbjörg Ásta í samtali við mbl.is.

Alls tóku 149 nemendur þátt í keppninni.
Alls tóku 149 nemendur þátt í keppninni. mbl.is/Óttar

Hér má sjá úrslit deildanna:

Úrslit Alfa

1. sæti: liðið Runtime Terror             

Tækniskólinn   

Bjarki Hreinn Björnsson            

Þórhallur Tryggvason   

Kristófer Helgi Antonsson

2. sæti: liðið Sturmtroopers

Menntaskólinn á Akureyri

Björn Orri Þórleifsson

Jón Haukur Skjóldal Þorsteinson

Birkir Snær Axelsson

3.sæti: liðið|<α++α315|<3[\][)[_]|2              

Menntaskólinn við Hamrahlíð, Tækniskólinn og Menntaskólinn í Reykjavík

Róbert Kristian Freysson

Kristinn Hrafn Daníelsson

Álfrún Haraldsdóttir

Úrslit Beta

1.sæti: liðið Entomophobia

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

Eva Sóllilja Einarsdóttir

2. sæti: liðið Egils Kalt og Mappelsín

Tækniskólinn

ELvar Örn Davíðsson

Kristján Viktor Steinarsson

Þórbergur Egill Yngvason

3.sæti: liðið Við notum kannski ChatGPT

Tækniskólinn

Davíð Bjarki Jóhönnuson

Sindri Freysson

Andri Þór Ólafsson                   

Úrslit Delta

1. sæti: liðið S19URÐUR

Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn á Ásbrú  

Dagur Örvarsson

Magnús Thor Holloway              

2. sæti: liðið Ekki no.2

Tækniskólinn

Duc Minh Tri Vuong

Daniel Snær Rodriguez

3. sæti: liðið print("Team Name")   

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Menntaskólinn í Hamrahlíð

Erlendur Stefán Gíslason

Benedikt Fazakerley Richardsson

Þorvaldur Hrafn Joensen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert