Þurftu að aka utan í bíl til þess að stöðva hann

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hófu eftirför eftir að ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Ók hann bílnum á allt að 200 km/klst þegar mest var. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu og segir að ökumaðurinn sýndi af sér „vítavert gáleysi með aksturslagi“. 

Eftirför lögreglu fór meðal annars fram í íbúðahverfi og endaði með því að lögregla þurfti að aka utan í bifreiðina til að stöðva hana. 

Ökumaðurinn var í kjölfarið handtekinn. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu. 

Hann var færður í fangaklefa og vistaður í þágu rannsóknar málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert