Félag foreldra Björns Inga gjaldþrota

Björn Ingi Hrafnsson er ritstjóri Viljans.
Björn Ingi Hrafnsson er ritstjóri Viljans. Ljósmynd/Facebook

Útgáfufélag Viljans hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið er skráð í eigu foreldra fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar.

Til áréttingar er lénið viljinn.is, þar sem Björn Ingi hefur haldið úti fjölmiðli sínum, ekki skráð í Útgáfufélagi Viljans. Lénið Viljinn.is er skráð í öðru félagi sem nefnist Glerfilmur ehf., en svo vill til að hið sama félag birtir auglýsingar á Viljanum. Glerfilmur ehf. er í eigu föður Björns Inga, Hrafns Björnssonar.

Stofnað árið 2018

Björn Ingi er ábyrgðarmaður Viljans.is en ekki liggur fyrir hver starfsemi Útgáfufélags Viljans hefur verið. Eftir því sem mbl.is kemst næst er fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi ekki skráður sem stjórnarformaður eða í stjórn félagsins.

Félagið var stofnað árið 2018 en hefur frá þeim tíma ekki skilað ársreikningi og ekki liggur fyrir hvers konar starfsemi var í félaginu. Samkvæmt heimildum mbl.is óskaði Skatturinn eftir gjaldþrotaskiptunum.

Glerfilmur ehf. eru sagðar blönduð heildverslun í ársreikningi og virðist fjölmiðlarekstur hafa blandast í starfsemina. Í ársreikningi er megin tilgangur félagsins sagður að þjónusta byggingariðnaðinn með glerfilmur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert