Hvernig mun Halla Hrund haga málum embættisins?

Halla Hrund Logadóttir, Guðmundur Árni Stefánsson og Eva Dögg Davíðsdóttir …
Halla Hrund Logadóttir, Guðmundur Árni Stefánsson og Eva Dögg Davíðsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi situr fyrir svörum í næsta þætti af Spursmálum sem verður sýndur á mbl.is klukkan 14 í dag.

Í byrj­un apr­íl­ lýsti Halla Hrund yfir forsetaframboði sínu. Í kjöl­farið óskaði hún eft­ir tíma­bundu leyfi frá starfi sínu sem orku­mála­stjóri hjá Orku­stofn­un til að ein­beita sér að fullu að fram­boðinu.

Áður en Halla Hrund ákvað að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands var hún lítt þekkt í íslensku samfélagi. Frá þeim stutta tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar en samkvæmt nýjustu fylgiskönnunum virðist Halla Hrund leiða lestina og mælist með mest fylgi frambjóðenda.

Lagðar verða krefjandi spurningar fyrir Höllu Hrund í þættinum er tengjast valdsviði forsetans og knúið á um svör hvers konar forseti hún hyggst verða nái hún kjöri.

Fréttir vikunnar líflegar að vanda

Yfirferð á fréttum vikunnar verður í sérlega góðum höndum í Spursmálum þessa vikuna. Eva Dögg Davíðsdóttir nýr þingmaður Vinstri Grænna mætir í settið ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni varaformanni Samfylkingarinnar til að ræða það sem mest fór fyrir í líðandi viku. Búast má við að líflegar umræður kunni að skapast þeirra á milli.

Vertu viss um að fylgjast með Spursmálum hér á mbl.is alla föstudaga klukkan 14. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert