Palestínski fáninn bannaður í Eurovision-höllinni

AFP/Johan Nilson

Palestínski fáninn eða varningur sem ber með sér pólitísk skilaboð verða ekki leyfð í Eurovision-höllinni í ár. Hver sá sem reynir að koma inn í höllina með palestínskan fána eða varning sem hefur pólitísk skilaboð verður stöðvaður við innganginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar, en AP fréttaveitan greinir frá. 

Samkvæmt reglum Eurovision eru aðeins fánar þeirra landa sem keppa í Eurovison hverju sinni leyfðir í höllinni, auk regnbogafánans, sem hefur verið notaður til að tákna réttindabaráttu samkynhneigðra. 

Töluverð spenna hefur skapast um keppnina í ár vegna þátttöku Ísraels. Búist er við töluverðum fjölda mótmælenda í Malmö á meðan keppninni stendur en keppnin fer fram dagana 7-11 maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.