Sara hætt þátttöku og fer ekki á heimsleikana í ár

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur hætt þátttöku í undankeppni heimsleikanna í …
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur hætt þátttöku í undankeppni heimsleikanna í CrossFit í ár. Ljósmynd/Crossfit Games

CrossFit-stjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur gefið út að hún sé hætt þátttöku í undankeppni heimsleikana í CrossFit vegna sjálfsónæmissjúkdóms sem hún greindist með fyrir ári síðan. 

Sara er önnur íslenskra kvenna sem hættir þátttöku í undankeppninni, en í apríl greindi Katrín Tanja Davíðsdóttir frá því að hún væri hætt þátttöku vegna bakmeiðsla. 

Greindist með sjálfsónæmissjúkdóm

Sara tilkynnti þetta í færslu á Instagram-síðu sinni. „Það er kominn tími fyrir mig að vera fullkomlega heiðarleg um hvað hefur verið í gangi undanfarin þrjú ár. Ég hef talað um sumt af því, eins og krossbandaslit árið 2021, að komast að því átta mánuðum eftir aðgerð að ég er ekki lengur með krossband eftir að líkaminn minn hafnaði ígræðslunni og síðan sprungin sin í olnboga sem eyðilagði undanúrslitin á síðasta ári. Samhliða þessu öllu hef ég fundið fyrir langvarandi þreytu, svima, krampa, bólgnum liðum og margt fleira. Í langan tíma taldi ég það vera viðbrögð líkamans við ofþjálfun,“ skrifar Sara.

Í færslunni segist hún hafa farið á milli nokkurra sérfræðinga til að fá álit og loksins fengið svör fyrir ári síðan, en þá greindist hún með sjálfsónæmissjúkdóm sem kallast fylgigigt (e. reactive arthritis). Hún segir orsökin vera meiðsl sem hún hlaut þegar henni mistókst að hoppa upp á kassa í maí 2020 þar sem hún fékk slæman skurð á sköflunginn sem varð sýktur án þess að hún vissi af. Þetta hafi ollið of miklu álagi á ónæmiskerfið sem leiddi til sjúkdómsins. 

„Góðu fréttirnar eru þær að það er hægt að meðhöndla þetta 100%. Slæmu fréttirnar eru þær að það að finna rétta lyfið og leyfa líkamanum að bregðast við meðferðinni krefst tíma og tilrauna og það getur tekið langan tíma að finna það rétta,“ skrifar hún. 

„Ég er núna á þriðja mánuði að prófa þriðju tegundina af lyfjum. Það hafði virkað þar til ég veiktist eftir 8-liða úrslitin. Stuttur tími á milli keppna gerði þa að verkum að ég leyfði líkamanum ekki að jafna sig almennilega áður en ég prófaði æfingarnar, ég gerði sjálfri mér engan greiða með því, en það er ég, ég þarf alltaf að læra hlutina á erfiða mátann. Mér hefur verið ráðlagt að taka mér pásu til þess að lyfið nái að aðlagast líkamanum að fullu. Þess vegna þykir mér leiðinlegt að tilkynna að þetta eru lok CrossFit-leikanna hjá mér í ár,“ bætir hún við. 

Að lokum segir Sara að aðaláherslan núna sé að ná bata og koma tvíefld til baka á æfingar og keppnisgólfið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka