Er breska pressan múlbundin?

Breskir fjölmiðlar hafa ekki verið að „prjóna“ mikið yfir sig um hvarf Katrínar prinsessu af Wales úr sviðsljósinu að mati Odds Þórðarsonar, fréttamanns á Rúv.

Telur hann líklegra að stjórnendur í efsta lagi fjölmiðlanna viti hvers konar veikindi prinsessan er að glíma við og hafi samþykkt að bíða þar til konungsfjölskyldan greinir sjálf frá. 

Katrín prinsessa hefur ekki sést opinberlega síðan um jólin, en hún fór í aðgerð 16. janúar síðastliðinn.

Sun greip til varna

Hvarf hennar úr sviðsljósinu hefur vakið athygli en fjaðrafokið hefur að mestu verið bundið við samfélagsmiðla. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa hins vegar ekki gengið hart fram gegn konungsfjölskyldunni á meðan. 

Bendir Oddur til dæmis á að breska dagblaðið Sun, miðill sem þekktur er fyrir að ganga hart fram, hafi hreinlega gripið til varna fyrir Katrínu prinsessu nýlega.

Oddur og Guðný Ósk Laxdal ræða hvarf Katrínar í Dagmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg