„Þetta er sennilega það versta við að búa á Íslandi“

Kyana hreinlega elskar Ísland og vill að aðrir fái að …
Kyana hreinlega elskar Ísland og vill að aðrir fái að njóta þess að koma hingað.

Samfélagsmiðlastjarnan Kyana Sue Powers hefur verið búsett á Íslandi í rúm fjögur ár og hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlum sínum þar sem hún kynnir íslenskt samfélag og náttúru fyrir heiminum. Á dögunum birti hún myndband á TikTok þar sem hún sagði frá því sem henni þykir verst við að búa á Íslandi. 

Kyana varð heilluð af Íslandi fyrir nokkrum árum og ákvað að selja allar eigur sínar í Boston og flytja til landsins. Hún þurfti að berjast fyrir því að fá dvalarleyfi hér á landi en gafst ekki upp. Í dag starfar hún í eigin fyrirtæki, Krafti Media, sem sérhæfir sig í landkynningu. 

„Ég er með húfu og í úlpu“

Á undanförnum árum hefur Kyana verið dugleg að deila töfrandi myndum og myndskeiðum af íslenskri náttúru og samfélagi, en á dögunum birti hún myndbandi um íslenska vorið. 

„Þetta er sennilega það versta við að búa á Íslandi. Það er skortur á vori. Það er komið fram í miðjan apríl og það er að snjóa. Þetta er ekki málið. Það eru engin merki um líf. Það er ekkert grænt. Allt er brúnt. Það er virkilega niðurdrepandi að sjá fólk vera spennt fyrir vorinu og hlýrra veðri. Ég er með húfu og í úlpu. Það er ekkert vor á Íslandi,“ segir hún í myndbandinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert