Nergård veðjar á þorskeldi

Norska útgerðin Nergård hefur ákveðið að veðja á þorskeldi. Fulltrúar …
Norska útgerðin Nergård hefur ákveðið að veðja á þorskeldi. Fulltrúar útgerðarinnar eru nú á sjávarútvegssýningunni í Barselóna. Ljósmynd/Nergård

Norska útgerðarfélagið Nergård hefur ákveðið að festa kaup á 15% hlut í norska fiskeldisfyrirtækinu KIME Akva sem sérhæfir sig í eldi á þorski.

„Þetta styrkir stöðu okkar innan sjávarfangsgeirans og opnar á ný tækifæri í sjálfbæru þorskeldi. Við hlökkum til að knýja áfram nýsköpun og þróa markaðinn fyrir hvítfisk enn frekar í samstarfi með KIME Akva,“ segir í tilkynningu Nergård.

Fullyrt er í umfjöllun Intrafish að samverkandi þættir eins og samdráttur í þorskkvóta og aukning kostnaðarliða hafi hvatt Nergård til að fjárfesta í þorskeldinu.

Fjárfesting Nergård á sér stað sem hluti af hlutafjáraukningu KIME Akva sem hefur með henni aflað 52 milljónum norskra króna, jafnvirði 668 milljóna íslenskra króna. Auk Nergård hefur útgerðin Oddvar Nes AS einnig fjárfest í eldisfyrirtækinu.

Í tilkynningu fiskeldirsfyrirtækisins segir að fjármagnið mun nýtast í frekari fjárfestingar, meðal annars í virðiskeðju þess.

Tengist Öldu Seafood

Nergård er meðal stærstu útgerðum Noregs en Alda Seafood fer með 39,9% hlut í félaginu. Alda Seafood var áður hluti af erlendri starfsemi Samherja en Baldvin Þorsteinsson festi kaup á erlenda starfsemi Samherja Holding 2022.

Baldvin situr í stjórn Nergård.

Alda Seafood fer nú með hlut í fleiri stórum evrópskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Auk hinna tæpa 40% í Nergård fer Alda með alla hluti í Deutsche Fiscfang Union sem og 85% hlut í Icefresh Gmbh., 22,25% hlut í Compagnie des Pêches Saint-Malo , 50% í UK Fisheries, 90% hlut í Seagold, 50% í Atlantex, 50% í Arctic Navigations, 50% í Batterfisa SIA, 25% í Marlinas, 49% í Newfound Resources Ltd. og 86,53% hlut í PAOP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 400,55 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 301,65 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 278,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 126,09 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 128,91 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 218,69 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 4.218 kg
Langa 939 kg
Samtals 5.157 kg
9.5.24 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 64 kg
Samtals 64 kg
9.5.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Steinbítur 49 kg
Samtals 49 kg
9.5.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.454 kg
Þorskur 112 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 1.613 kg
9.5.24 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 1.699 kg
Ýsa 1.199 kg
Skarkoli 91 kg
Ufsi 41 kg
Hlýri 18 kg
Langa 15 kg
Samtals 3.063 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 400,55 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 301,65 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 278,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 126,09 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 128,91 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 218,69 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 4.218 kg
Langa 939 kg
Samtals 5.157 kg
9.5.24 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 64 kg
Samtals 64 kg
9.5.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Steinbítur 49 kg
Samtals 49 kg
9.5.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.454 kg
Þorskur 112 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 1.613 kg
9.5.24 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 1.699 kg
Ýsa 1.199 kg
Skarkoli 91 kg
Ufsi 41 kg
Hlýri 18 kg
Langa 15 kg
Samtals 3.063 kg

Skoða allar landanir »