Fær 60 milljóna styrk til að rannsaka Hvalfjörð

Salome Hallfreðsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson, Sólveig Rósa Ólafsdóttir, Davíð Helgason, …
Salome Hallfreðsdóttir, Kjartan Örn Ólafsson, Sólveig Rósa Ólafsdóttir, Davíð Helgason, Hrönn Egilsdóttir og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir við afhendingu styrksins. Ljósmynd/Aðsend

Sjávarrannsóknasetrið Röst hefur veitt Hafrannsóknastofnun Íslands 60 milljóna króna styrk til rannsóknar á haffræði Hvalfjarðar.

Rannsókninni er miðað að því að undirbúa tilraunir með nýja aðferð við að fjarlægja koltvísýring úr andrúmsloftinu.

Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu Röst og Hafrannsóknarstofnunar.

Hófst í mars

Verkefnið felst í sér grunnrannsóknir á því hvernig sjávarumhverfið í Hvalfirði breytist og þróast eftir árstíðum. Bátur á vegum Háskóla Íslands verður nýttur til mælinga á fjölda umhverfisþátta í Hvalfirði.

Verkefnið hófst í mars og talið er að því ljúki í lok september. Vonast er til að rannsóknin leiði til dýpri þekkingar á straumkerfi fjarðarins, hita, seltu, efnasamsetningu og frumframleiðni hans.

Á grunni vísinda

„Loftslagsbreytingar og súrnun sjávar eru hraðar breytingar sem ógna vistkerfum jarðar. Nauðsynlegt er að draga úr losun koldíoxíð en einnig hefur verið skoðað að beita ýmsum leiðum við að fanga of fjarlægja kolefni,“ er haft eftir Hrönn Egilsdóttur, sviðsstjóra umhverfissviðs hjá stofnuninni.

„Gríðarlega mikilvægt er að ákvarðanir um slíkar aðgerðir byggi á sterkum vísindalegum grunni og svara þarf spurningum um virkni slíkra aðferða og möguleg óæskileg umhverfisáhrif þeirra. Þetta tiltekna verkefni gengur út á að auka grunnþekkingu til að undirbyggja ákvarðanir um frekari rannsóknir á svæðinu.“

Okkar stærsta áskorun

Haft er eftir Salome Hallfreðsdóttur, framkvæmdastjóra Rastar, að ein stærsta áskorun samtímans sé að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Jafnframt sé nauðsynlegt að finna öruggar, skilvirkar og sannreyndar leiðir til að fjarlægja koltvísýring úr andrúmsloftinu.

„Lykilforsenda þess að geta stundað vísindalegar rannsóknir á þessu sviði er að afla grunngagna og það er ómetanlegt að geta leitað til Hafrannsóknarstofnunar með þá miklu reynslu og fagþekkingu sem þar er að finna,“ er haft eftir Salome.

Röst sjávarrannsóknarsetur er nýstofnað dótturfélag íslenska loftslagsfyrirtækisins Transition Labs og er hluti af alþjóðlegu samstarfsneti Carbon to Sea Initiative.

Niðurstöður verkefnisins verða aðgengilegar öðrum vísindamönnum með milligöngu Seanoe-samtakanna og í grein sem birt verður í vísindaritinu Earth System Science Data.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.24 412,71 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.24 502,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.24 327,07 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.24 261,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.24 142,81 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.24 152,49 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.24 214,62 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.24 Arndís HU 42 Grásleppunet
Grásleppa 1.523 kg
Þorskur 69 kg
Skarkoli 51 kg
Samtals 1.643 kg
17.5.24 Björn Jónsson ÞH 345 Handfæri
Þorskur 789 kg
Ufsi 30 kg
Karfi 22 kg
Samtals 841 kg
17.5.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.160 kg
Þorskur 100 kg
Skarkoli 42 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.307 kg
17.5.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 167 kg
Samtals 167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.24 412,71 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.24 502,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.24 327,07 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.24 261,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.24 142,81 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.24 152,49 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.24 214,62 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.24 Arndís HU 42 Grásleppunet
Grásleppa 1.523 kg
Þorskur 69 kg
Skarkoli 51 kg
Samtals 1.643 kg
17.5.24 Björn Jónsson ÞH 345 Handfæri
Þorskur 789 kg
Ufsi 30 kg
Karfi 22 kg
Samtals 841 kg
17.5.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.160 kg
Þorskur 100 kg
Skarkoli 42 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.307 kg
17.5.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 167 kg
Samtals 167 kg

Skoða allar landanir »