Dallas tók forystuna

Luka Doncic kátur í kvöld.
Luka Doncic kátur í kvöld. AFP/Tim Heitman

Dallas Mavericks hafði betur gegn Oklahoma City Thunder, 105:101, í þriðja leik liðanna í Dallas í Texasríki í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld.

Dallas er þar með komið í forystu í einvíginu, 2:1, en vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar.

Stigahæstur í leiknum var Shai Gilgeous-Alexander með 31 stig, tíu fráköst og sex stoðsendingar fyrir Oklahoma.

P.J. Washington var stigahæstur hjá Dallas með 27 stig og sex fráköst.

Slóveninn Luka Doncic bætti við 22 stigum, 15 fráköstum og fimm stoðsendingum. Kyrie Irving var sömuleiðis með 22 stig auk þess að taka fimm fráköst og gefa sjö stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert