Ómar skoraði 15

Ómar Ingi Magnússon
Ómar Ingi Magnússon Eggert Jóhannesson

Ómar Ingi Magnússon gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk þegar Magdeburg sótti Eisenach heim í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Janus Daði Smárason létu eitt mark á mann duga í 32:27 sigri Magdeburg.

Ómar skoraði úr sex af sjö vítum sínum en hin níu mörkin skoraði Ómar úr þrettán skotum. Staðan var 17:14 í hálfleik fyrir Magdeburg.

Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað í naumu tapi Flensburg 28:27 gegn Eisenach en hvorugt skota Teits rötuðu rétta leið.

Að lokum vann Füchse Berlin útisigur gegn Hannover-Burgdorf en Heiðmar Felixsson er aðstoðarþjálfari Hannover. Berlínarliðið er í öðru sæti deildarinnar en Magdeburg í fyrsta sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert