Tuchel samþykkir ekki afsökunarbeiðni dómarans

Thomas Tuchel í leik Real Madrid og Bayern í gær
Thomas Tuchel í leik Real Madrid og Bayern í gær AFP/JAVIER SORIANO

Thomas Tuchel, þjálfari Bayern München, var æfur yfir ákvörðun dómarans undir lok  síðari undanúrslitaleiks liðsins gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 

„Þetta eru undanúrslitin, það er ekki tíminn fyrir afsakanir ef ég á að segja alveg eins og er. Það er ekki tíminn til að brjóta reglurnar á augljósan hátt og biðjast afsökunar eftir á. Krafan er leikmenn spili sinn besta leik, án mistaka. Þá verða dómararnir á þessu stigi að gera það sama og við ætlumst til af leikmönnum“.

Thomas Müller og Harry Kane eftir tapið gegn Real Madrid
Thomas Müller og Harry Kane eftir tapið gegn Real Madrid AFP/JAVIER SORIANO

Umdeild ákvörðun Szymon Marcinia dómara að flauta og dæma rangstöðu þegar Mathijs De Ligt var í þann mund að skjóta á markið var stærsti umræðupunkturinn eftir að Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Skot De Ligt hafnaði í markinu en búið var að flauta og samkvæmt reglum gat VAR þá ekki skorist í leikinn og skoðað atvikið. Real var þá nýbúið að snúa leiknum sér í vil með tveimur mörkum varamannsins Joselu og Bayern var í leit að jöfnunarmarki til að koma leiknum í framlengingu.

Þýsku blöðin Kicker og Bild eru sammála Tuchel og kalla atvikið skandal og stórslys

Real Madrid mætir Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert