Í úrslit annað árið í röð

Simon Mignolet svekktur eftir að Fiorentina jafnaði metin í kvöld. …
Simon Mignolet svekktur eftir að Fiorentina jafnaði metin í kvöld. Leikmaður Fiorentina fagnar í bakgrunni. AFP/Kurt Desplenter

Ítalska félagið Fiorentina tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu með því að gera jafntefli við Club Brugge, 1:1, í síðari leik liðanna í undanúrslitum í Belgíu.

Fiorentina vann fyrri leikinn í Flórens 3:2 og einvígið því samanlagt 4:3. Er þetta annað árið í röð sem Fiorentina kemst í úrslit Sambandsdeildarinnar, en liðið tapaði fyrir West Ham United í úrslitaleik á síðasta ári.

Í kvöld kom Hans Vanaken heimamönnum í Brugge í forystu eftir 20 mínútna leik.

Fimm mínútum fyrir leikslok jafnaði Lucas Beltrán hins vegar metin fyrir Fiorentina með marki úr vítaspyrnu og tryggði gestunum því sæti í úrslitaleik gegn annað hvort Olympiacos eða Aston Villa.

Kemur það í ljós á morgun en Olympiacos vann fyrri leikinn í Birmingham 4:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert