Björn Zoëga selur 170 milljóna íbúð í Hlíðunum

Björn Zoëga hefur sett íbúð sína við Bólstaðahlíð á sölu.
Björn Zoëga hefur sett íbúð sína við Bólstaðahlíð á sölu. mbl.is/Árni Sæberg

Læknirinn Björn Zoëga hefur sett eigulega íbúð sína við Bólstaðahlíð í Reykjavík á sölu. Íbúðin er 225 fmð að stærð og er í húsi sem reist var 1949. Meðfylgjandi er aukaíbúð sem hægt er að leigja út. 

Björn er framkvæmdastjóri King Faisal Specialist Hospital and Research Centre í Sádi-Arabíu en var áður forstjóri Landspítalans og Karolinska-háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hann var orðaður við forsetaframboð áður en hann flutti tilSádí-Arabíu. 

Horft úr stofunni inn í borðstofu. Græni liturinn á veggjunum …
Horft úr stofunni inn í borðstofu. Græni liturinn á veggjunum minnir á árin í kringum 1950.
Myndaveggurinn í stofunni er skemmtilega settur saman.
Myndaveggurinn í stofunni er skemmtilega settur saman.

Björn festi kaup á íbúðinni við Bólstaðahlíð árið 2020. Hún er smekklega innréttuð og búin fallegum húsgögnum og listaverkum. 

Í eldhúsinu eru hvítar sprautulakkaðar innréttingar með svartri granít-borðplötu. Í kringum Amerískan-ísskáp eru sérsmíðaðar hillur sem setja svip sinn á eldhúsið. 

Litavalið á íbúðinni er feykilega smekklegt en þar má sjá grænan lit sem minnir á árin í kringum 1950 og svo er ljósgrár litur notaður á móti sem er nýtískulegri. 

Blátt egg eftir Arne Jacobsen fer vel við grænu veggina.
Blátt egg eftir Arne Jacobsen fer vel við grænu veggina.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Bólstaðahlíð 10

Horft úr stofu yfir í borðstofu og fram á gang.
Horft úr stofu yfir í borðstofu og fram á gang.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál