Ríkisútvarpið skuldar skýringar

Hildur segir Ríkisútvarpið skulda skýringar.
Hildur segir Ríkisútvarpið skulda skýringar. Eggert Jóhannesson

„Í mínum huga skuldar Ríkisútvarpið skýringar á þeim ákvörðunum sem þarna bjuggu að baki. Það er lágmark að gera þá kröfu að það sé engum vafa undirorpið að Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, fylgi lögum og ræki hlutverk sitt af fagmennsku og heilindum.“

Þetta sagði Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í ræðu á Alþingi á þriðjudag, þegar rætt var um störf þingsins.

Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/María

Tilefni orða Hildar var sú ákvörðun ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kveiks að taka fréttaskýringu Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins af dagskrá þáttarins, þar sem borið var við skorti á fagmennsku. Fréttaskýringin var síðar sýnd í Kastljósi og vakti mikla athygli.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert