Átta létust og 229 slösuðust alvarlega

Áætlaður kostnaður við öll umferðarslys á síðasta ári er að …
Áætlaður kostnaður við öll umferðarslys á síðasta ári er að mati Samgöngustofu 78,3 milljarðar króna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Árið 2023 kom illa út að flestu leyti en þó eru ljósir punktar inn á milli,“ segir í nýútkominni ársskýrslu slysaskráningar umferðarslysa sem Samgöngustofa gefur út.

Átta létust í umferðarslysum í fyrra, einum færri en á árinu á undan en alvarlega slösuðum fjölgaði milli ára úr 195 í 229. Samanlagður fjöldi látinna og alvarlega slasaðra var því 237 og hefur ekki verið meiri á þessari öld.

Áætlaður kostnaður við öll umferðarslys á síðasta ári er að mati Samgöngustofu 78,3 milljarðar króna. Er það tæplega fimm milljörðum króna hærri upphæð en vegna slysa á árinu 2022. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert