80 Íslendingar í hjólreiðakeppni á Spáni

Ljósmynd/Hörður Ragnarsson

Hátt í 80 Íslendingar eru staddir á Spáni þar sem þeir taka þátt í alþjóðlegu malarhjólakeppninni Traka. Keppnin skiptist upp í þrjá keppnisdaga og er lengsti keppnisdagurinn í dag, eða 344 kílómetrar.

Í dag keppa samtals 15 Íslendingar, en þar af eru fjórir þeirra að keppast um efstu sæti sinna flokka.

Ingvar Ómarsson leiðir hóp Íslendinga eins og er, og situr 9. sæti þegar þetta er skrifað. Ingvar er aðeins 5 mínútum frá fremsta hóp. Þar á eftir kemur Hafsteinn Geirsson í 20. sæti.

Ljósmynd/Hörður Ragnarsson

Hörður Ragnarsson ljósmyndari og hjólreiðamaður er staddur úti með Íslendingunum.

- Hvernig er Íslendingunum að ganga?

„Aðstæður eru aðeins meira krefjandi, það er búið að vera mikil rigning og allt er ennþá mjög blautt. Það eru allir mjög skítugir eins og sést á myndum.“

Á morgun fer fram keppni í 200 kílómetrum og þar eru 50 Íslendingar skráðir til leiks. Á sunnudag er keppt í 100 kílómetrum og eru þar 15 Íslendingar skráðir í keppni. 

Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér 

Ljósmynd/Hörður Ragnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert