Birgir Thor Möller hlaut verðlaun Jóns Sigurðssonar

Birgir Thor Möller, kvikmyndafræðingur og menningarmiðlari.
Birgir Thor Möller, kvikmyndafræðingur og menningarmiðlari. Ljósmynd/Alþingi

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2024 féllu í hlut Birgis Thors Möllers, kvikmyndafræðings og menningarmiðlara, en verðlaunin voru afhent á hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á dögunum.

Það var Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sem afhenti Birgi Thor verðlaunin, sem hann hlaut fyrir framlag sitt til kynningar á íslenskum bókmenntum og kvikmyndum. Með því hefur hann aukið veg íslenskrar menningar í Danmörku segir í tilkynningu á vef Alþingis.

Alþingi veitir verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta í minningu starfa hans í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þau verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert