Ný íslensk stikla slær áhorfsmet

Myndin verður heimsfrumsýnd á Íslandi þann 29.maí.
Myndin verður heimsfrumsýnd á Íslandi þann 29.maí. Ljósmynd/Lilja Jóns

Stikla fyrir Snertingu, væntanlega kvikmynd Baltasars Kormáks, var heimsfrumsýnd á miðvikudag og hafa nú átta milljónir horft á hana.

Þar af 4,8 milljónir á Youtube og rest á samfélagsmiðlunum X, Facebook og Instagram. Þá hefur íslenska útgáfan stiklunnar fengið yfir 200.000 spilanir.

Stikla fyrir íslenska kvikmynd hefur aldrei fengið jafn mikið áhorf á heimsvísu á jafn skömmum tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá RVK Studios.

Samstarfsaðilar RVK Studios erlendis segja að viðbrögð við stiklunni hafi verið afar jákvæð og megi merkja mikinn áhuga meðal kvikmyndaáhugamanna og almennings, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem var mest selda bókin á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Hún verður heimsfrumsýnd á Íslandi í Smárabíó, Laugarásbíó og völdum kvikmyndahúsum á landsbyggðinni 29.maí.

Einnig verður myndin sýnd í Bíó Paradís, með enskum texta eða sjónlýsingu fyrir sjónskerta og blinda. 

Baltasar Kormákur leikstýrir og RVK Studios er framleiðandi. Kvikmyndin segir sögu Kristófers, eldri manns sem stendur á tímamótum og leitar svara við áleitnum spurningum úr fortíð sinni: Hvað varð um stúlkuna sem hvarf sporlaust úr lífi hans fimmtíu árum áður?

Sagan teygir sig víða um heim og ferðalag Kristófer ber hann þvert yfir hnöttinn. Á leið sinni rifjar hann upp sælar minningar frá sumrinu sínu í London 1969. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið sem Kristófer.

Focus Features og Universal hafa tryggt sér sýningarréttinn á heimsvísu og verður hún frumsýnd í Bandaríkjunum þann 12. júlí næstkomandi og í framhaldinu um allan heim

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav