SKE rannsakar Samherja og Síldarvinnsluna

Er Samherji sama efnahagslega eining og Síldarvinnslan? Það vill Samkeppniseftirlitið …
Er Samherji sama efnahagslega eining og Síldarvinnslan? Það vill Samkeppniseftirlitið skoða vegna kaupa Síldarvinnslunnar á helmingshlut í sölufélagi Samherja. mbl.is

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja rannsókn á því hvort beri að líta á Síldarvinnslunna hf. og Samherja Ísland ehf. sem eitt og sama fyrirtækið. Ástæðan er sögð kaup Síldarvinnslunnar á helmingshlut í sölufélagi Samherja, Ice Fresh Seafood.

Vísar Samkeppniseftirlitið í tilkynningu á vef sínum til þess að í samkeppnisrétti sé rætt um eina efnahagslega einingu og er talið nauðsynlegt að athuga hvort samband fyrirtækjanna „sé svo náið að það jafngildir einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta.“

Greint var frá kaupum Síldarvinnslunnar á hlut í Ice Fresh Seafood í september en stofnunin segist hafa nýlega borist tilkynning um kaupin. „Með þeim kaupum munu sjávarútvegsfyrirtækin fara með sameiginleg yfirráð í Ice Fresh Seafood og það félag framvegis sjá um sölu og markaðssetningu þeirra afurða sem bæði Samherji og Síldarvinnslan framleiða, þ.e. íslenskar sjávarafurðir.“

Vísar í fyrri ákvarðanir

Rifjar stofnunin upp að áður hafi verið fjallað um tengsl milli Síldarvinnslunnar og Samherja í tengslum við kaup þess fyrrnefnda á útgerðarfélaginu Vísi í Grindavík sem og samruna dótturfélagsins Bergs-Hugins og Bergs.

Á þessum tíma átti Samherji allt hlutafé í Ice Fresh Seafood og voru kaupin á Vísi og samruni félaganna Bergs-Hugins og Bergs samþykkt af Samkeppniseftirlitinu sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru forsendur fyrir íhlutun stofnunarinnar, en með þeim fyrirvara að ákvarðanirnar tækju ekki afstöðu til spurningar um yfirráð.

Kveðst Samkeppniseftirlitið hafa gert „grein fyrir talsverðum stjórnunar-, eignar- og viðskiptatengslum milli Síldarvinnslunnar og Samherja, ásamt Gjögur hf./Kjálkanesi hf. Hafa þessi atriði verið talin veita vísbendingu um að stofnast hafi mögulega til yfirráða yfir Síldarvinnslunnar umfram það sem áður hefur komið fram í tilkynningum til Samkeppniseftirlitsins. Ekki hefur hins vegar verið talin þörf á því að leiða þetta til lykta í fyrri samrunamálum.“

Samherji er stærsti einstaki hluthafi Síldarvinnslunnar með 30,06% hlut en Kjálkanes er næst stærsti hluthafinn með 16,06%.

Síldarvinnslan er móðurfélag útgerða togaranna Vestmannaey VE og Berg VE.
Síldarvinnslan er móðurfélag útgerða togaranna Vestmannaey VE og Berg VE. Ljósmynd/Arnar Berg Arnarsson

Hefur sölufélag áhrif á yfirráð?

„Tilkynningarskyldir samrunar eiga sér stað samkvæmt samkeppnislögum þegar breytingar verða á yfirráðum. Eitt af þeim atriðum sem þarfnast nánari rannsóknar í þessu máli eru tengsl Samherja og Síldarvinnslunnar, bæði fyrir og eftir samrunann, þar með talið hvaða áhrif kaup Síldarvinnslunnar og sameiginleg yfirráð með Samherja í Ice Fresh Seafood hafa í því samhengi,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.

„Verður það því sérstakt athugunarefni hvort slík tengsl séu til staðar, eða séu að myndast með kaupunum, að líta beri á félögin sem eitt og sama fyrirtækið (í samkeppnisrétti nefnt ein efnahagsleg eining), þ.e. hvort samband þeirra sé svo náið að það jafngildir einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.5.24 400,82 kr/kg
Þorskur, slægður 30.5.24 491,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.5.24 398,56 kr/kg
Ýsa, slægð 30.5.24 187,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.5.24 158,59 kr/kg
Ufsi, slægður 30.5.24 207,84 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 30.5.24 345,12 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.5.24 Óli Á Stað GK 99 Lína
Keila 311 kg
Langa 182 kg
Ýsa 87 kg
Steinbítur 75 kg
Þorskur 19 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 684 kg
30.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 673 kg
Keila 105 kg
Steinbítur 39 kg
Karfi 24 kg
Samtals 841 kg
30.5.24 Anru KG 730 FO 999 Lína
Þorskur 4.079 kg
Langa 962 kg
Ýsa 904 kg
Steinbítur 575 kg
Keila 533 kg
Karfi 119 kg
Ufsi 63 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 7.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.5.24 400,82 kr/kg
Þorskur, slægður 30.5.24 491,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.5.24 398,56 kr/kg
Ýsa, slægð 30.5.24 187,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.5.24 158,59 kr/kg
Ufsi, slægður 30.5.24 207,84 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 30.5.24 345,12 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.5.24 Óli Á Stað GK 99 Lína
Keila 311 kg
Langa 182 kg
Ýsa 87 kg
Steinbítur 75 kg
Þorskur 19 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 684 kg
30.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 673 kg
Keila 105 kg
Steinbítur 39 kg
Karfi 24 kg
Samtals 841 kg
30.5.24 Anru KG 730 FO 999 Lína
Þorskur 4.079 kg
Langa 962 kg
Ýsa 904 kg
Steinbítur 575 kg
Keila 533 kg
Karfi 119 kg
Ufsi 63 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 7.249 kg

Skoða allar landanir »