c

Pistlar:

24. júní 2018 kl. 22:38

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Sjómannadagurinn og samkeppnishæfni

Þegar sjómannadagurinn var haldin í fyrsta skipti hátíðlegur í Reykjavík 1938 er talið að fjórðungur borgarbúa hafi mætt á hátíðarhöldin. Það er áhugavert að lesa lýsingar af deginum en hátíðarhöldin höfðu greinilega sterk áhrif á samtímamenn. Í dag virðist sjómannadagurinn vera dæmdur til að falla í skugga listahátíðar í Reykjavík. Listalífið hefur þannig tekið yfir sjómannslífið. Það er reyndar svo að dagurinn hefur mun meira gildi víða úti á landi en hér í höfuðborginni og er til dæmis eftirtektarvert að Hafnfirðingar heiðra sjómannadaginn með mun veglegri hætti en höfuðborgarbúar. Þetta staðfestir að mörgu leyti stöðu sjávarútvegsins í huga sístækkandi hóps hér á landi. Á sama tíma þráttar Alþingi um hve hátt auðlindagjald útgerðin í landinu eigi að borga. Þjóðin á að fá eitthvað fyrir auðlind sína segja þeir sem hafa hæst. Þegar umræðan er skoðuð sést að ekki örlar á skilningi á eðli eða umfangi starfseminnar. Hvað þá að menn átti sig á að íslenskur sjávarútvegur er sá eini meðal landa OECD sem greiðir veiðigjald. Nánast alls staðar annars staðar er sjávarútvegur ríkisstyrktur. Það er samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs öðru fremur sem gerir hann að því sem hann er.sjór

Sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs er góð

Ný­leg rann­sókn bend­ir til þess að sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs sé með besta móti, ef miðað er við svo­kallaðan FPI-mæli­kv­arða (Fis­hery Per­formance Indicator) sem er mæli­tæki sem þróað var hjá Alþjóðabank­an­um. Um er að ræða nokkurskonar sam­keppn­is­hæfni­v­ísi sem met­ur ár­ang­ur sjáv­ar­út­vegs og hjálp­ar til við að koma auga á þau svið þar sem eru tæki­færi til að gera bet­ur eins og kom fram hér á mbl.is fyrir skömmu. Til að fram­kvæma FPI-grein­ingu þarf að skoða fjöl­marg­ar vídd­ir í starf­semi sjáv­ar­út­vegs­ins og af­marka við land eða lands­hluta, ákveðnar teg­und­ir veiða eða til­tekn­ar fisk­teg­und­ir.

FPI-mæli­kv­arðin er áhugaverður eins og kom fram í áðurnefndri grein. Afla þarf gagna um fimm meg­inþætti sem síðan skipt­ast í marga und­irþætti. Meg­inþætt­irn­ir eru þjóðhagræn­ir þætt­ir (e. macro factors), svo sem um­hverf­isáhrif og ábyrg stjórn­un fisk­veiða; rétt­indi og skyld­ur (e. property rights and responsi­bility) sem skoðar með hvaða hætti út­gerðir geta nýtt sér teg­und­ir og ráðstafað afla­heim­ild­um; sam­fé­lags­leg áhrif (e. co-mana­gement) sem met­ur til dæmis sam­fé­lags­lega stöðu fólks sem starfar í sjáv­ar­út­vegi og mögu­leika grein­ar­inn­ar til að hafa áhrif á stjórn­un fisk­veiða; stjórn­un (e. mana­gement) mæl­ir til dæmis hversu vel stjórn­kerfið safn­ar gögn­um og sinn­ir vís­inda­leg­um rann­sókn­um. Loks er það lífsviður­væri (e. post-har­vest), þar með talið hve auðvelt er að afla tekna af sölu fiskaf­urða og hvort góðir innviðir séu til staðar sem veita aðgengi að verðmæt­ari mörkuðum.

Öllum und­irþátt­um meg­inþátt­anna fimm er gef­in ein­kunn á bil­inu frá 1 til 5 og eft­ir ákveðnum aðferðum er síðan reiknað út meðaltal fyr­ir hvern meg­inþátt. Af þess­um gögn­um má síðan leiða hver áhrif fisk­veiðanna eru hvað snýr að um­hverf­is-, efna­hags- og sam­fé­lags­leg­um þátt­um, og leggja mat á til dæmis hversu vel var­an kemst á markaði sem skila sem best­um hagnaði, hve mikla áhættu grein­in býr við og hvernig launþegar og sam­fé­lag njóta góðs af veiðunum.

Staðfestir góðan árangur


Niður­stöðurn­ar benda til þess að sjáv­ar­út­veg­ur hér á landi, eða alltént veiðar á þorski, stand­ist hæg­lega sam­an­b­urð við þau lönd sem hafa komið best út úr þeim FPI-mæl­ing­um sem gerðar hafa verið til þessa. Þegar fyrir liggur yf­ir­lit yfir meðaltal­s­ein­kunn­ir tíu bestu þjóðanna og meðaltal allra mældra landa kem­ur Ísland mjög vel út. Það er staðreynd sem mætti halda meira á lofti.

Staðfesting á góðum árangri við stjórnun sjávarútvegs birtist um miðjan mánuðinn. Þá var greint frá því að sjávarútvegsráðherra hefði gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar kemur fram að staða margra helstu nytjastofna er sterk og því samfara verða aflaheimildir fyrir ýsu og ufsa auknar verulega auk þess sem aflaheimildir fyrir þorsk og steinbít verða auknar nokkuð. Leyfð var 40 prósenta aukning á aflamarki ýsu og leyft verður að veiða tæp 58 þúsund tonn. Þá var aflamark ufsa aukið um 30 prósent og leyft að veiða 79 þúsund tonn. Enn fremur má auka lítillega veiðar á þorski og steinbít. Þetta eru ánægjuleg tíðindi.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.