c

Pistlar:

11. október 2019 kl. 13:45

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Raunveruleikinn á Norðurskauti

Nú stendur yfir ráð­stefnan Arctic Circle hér í Reykja­vík, þar sem athygl­in bein­ist að Norð­ur­skauts­svæð­inu. Í um­ræð­unni er mik­ið rætt um mik­il­vægi þess að vernda þetta merki­lega og ein­staka svæði. Stað­reynd­in er engu að síð­ur sú að nokkrum mik­il­væg­ustu lönd­un­um sem eiga lög­sögu á svæð­inu, er mjög í mun að nýta auð­lind­ir þeirra svæða sem lög­saga þeirra nær til.

Arctic-Oil-mapÞar er Rússland lík­lega ákaf­ast. Enda er gríð­ar­lega mik­ið af jarð­gasi og olíu að finna á heim­skauta­svæð­um Rúss­lands. Og eftir að Don­ald Trump komst til valda hef­ur Banda­ríkjastjórn einn­ig snú­ið frá vernd­ar­stefnu gagn­vart Alaska og vill opna vernduð ­svæði í Alaska fyrir olíu- og gas­vinnslu.

Enn eitt landið sem á stóra lög­sögu á svæð­inu er Nor­eg­ur og stjórn­völd þar í landi virð­ast áhuga­söm um að nálgast þá gríð­ar­legu olíu sem finna má undir botni Bar­ents­hafs­ins. Vinnsla þar er reynd­ar komin vel af stað og á vafa­lítið bara eftir að auk­ast á kom­andi ár­um og ára­tugum.

Þar að auki þrýsta tvö fjöl­menn­ustu lönd heims­ins á meiri auð­linda­nýt­ingu á Norð­ur­skauts­svæð­un­um, þó þau eigi ekki lög­sögu þar. Bæði Kína og Ind­land tala fyrir auk­inni auð­linda­nýt­ingu á þess­um svæð­um.

Það er senni­lega sterk­ur meiri­hluti með­al þjóða heims­ins fyr­ir því að vernda Norð­ur­skauts­svæð­in. Og í orði kveðnu tala flest­ir þjóð­ar­leið­tog­ar, stjórn­mála­menn og t.a.m. for­stjór­ar stór­fyr­ir­tækja fyrir slíku. Þetta er valda­mik­ill hóp­ur og því mætti ætla að það sé jafn­vel mjög breið sátt um vernd­un Norð­ur­skauts­svæð­anna. En þegar kem­ur að því að sam­þykkja raun­veru­legar að­gerð­ir eða ákvarð­an­ir heima fyr­ir, virð­ist allt ann­að uppi á teningnum.

Arctic-Oil-platforms-offsohreNú um stundir er aug­ljóst að stjórn­völd bæði í Rúss­landi og Banda­ríkj­un­um eru í reynd mjög viljug til að láta auð­linda­nýt­ingu á Norð­ur­slóð­um hafa for­gang fram yfir vernd­un. Og þar fá þau pólí­tísk­an stuðn­ing frá tveim­ur fjöl­menn­ustu ríkj­um heims­ins; Kína og Ind­landi. Þar að auki eru bæði norsk og græn­lensk stjórn­völd áhuga­söm um olíu­vinnslu svo til hvar­vetna í lög­sögu sinni.

Af ríkjun­um sem eiga lög­sög­una á heim­skauta­svæð­un­um í norðri er það ein­ung­is Kan­ada sem nú sýn­ir raun­veru­leg­an pólí­tísk­an vilja til vernd­un­ar þess­ara svæða. Um leið stunda reynd­ar Kanada­menn ein­hverja mest meng­andi olíu­vinnslu heims í Alberta­fylki, þar sem olía er unn­in með óvenju kostn­­ar­söm­um og lítt hag­kvæm­um hætti úr olíu­sandi. Þannig að ekki einu sinni kana­dísk stjórn­völd geta tal­ist sýna sterka vernd­ar­vitund. Þar að auki er mik­ill þrýst­ing­ur frá áhrifa­mikl­um hags­muna­­il­um þar í landi um að Kan­ada hverfi frá vernd­ar­stefnu sinni.

Þegar horft er til alls þess sem að ofan grein­ir virð­ist nokk­uð aug­ljóst að ríkin sem liggja að Norð­ur­skauts­svæð­un­um munu ekki grípa til rót­tækrar vernd­un­ar svæð­is­ins. Enda eru senni­lega a.m.k. einn og jafnvel tveir ára­tugir þar til olíu­eftir­spurn í heim­inum nær há­marki. Og jafn­vel löngu eftir þann tíma­punkt verð­ur vafa­lít­ið mik­il eft­ir­spurn eft­ir olíu­af­urð­um, jafn­vel þó svo raf­bíl­um fjölgi mjög. Hvort heim­skauta­olí­an, sem enn hvíl­ir óhreyfð, verð­ur ábata­söm er óljóst. En áhug­inn á henni (og jarðgasinu) er tví­mæla­laust fyr­ir hendi; ekki síst við strend­ur Sí­beríu, í Bar­ents­hafi og nyrst í Alaska.

Arctic-LNG-transport Arctic Circle er mik­il­væg­ur vett­vang­ur til að koma skila­boð­um á fram­færi og styrkja marg­vís­leg tengsl. Ráð­stefnu­hald­ið allt dregur t.a.m. fram margt gott um meint­an vilja til vernd­un­ar og er öfl­ug­ur vett­vang­ur fyr­ir kynn­ingu á ýmsum vís­inda­rann­sókn­um.

En það er fátt sem bend­ir til þess að þetta skili auk­inni vernd­un Norð­ur­slóða. Þvert á móti mun auð­linda­nýt­ing og skipa­um­ferð á Norð­ur­slóð­um að öllum líkindum auk­ast um­tals­vert á kom­andi ár­um og ára­tug­um. Mik­il­vægt er að við reyn­um að sjá fyrir helstu af­leið­ing­arnar af þeirri at­burða­rás.

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Hér birtast hugleiðingar um hin ýmsu málefni; einkum um orkumál. Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr á Íslandi (Zephyr Iceland), sem er dótturfyrirtæki norska Zephyr.
Meira