c

Pistlar:

9. ágúst 2019 kl. 13:40

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Ísland ræður sæstrengjum

Evrópusambandið byggir á viða­miklum samn­ingum og öðrum rétt­ar­heim­ild­um. Oft er laga­text­inn flók­inn og ekki aug­ljóst hvernig á að túlka hann. Þetta á auð­vit­að líka við um ís­lenska lög­gjöf. Þess vegna þarf stund­um að koma til kasta dóm­stóla. Sum meint ágrein­ings­efni eru þó þann­ig vax­in að ein­falt er að sjá hver hinn rétti skiln­ing­ur er.

Í tengslum við fyrir­hug­aða  inn­leið­ingu Ís­lands á regl­um s.k. þriðja orku­pakka hef­ur stund­um heyrst að ef Ísland hafni því að veita raf­orku­sæ­streng frá Evrópu að­gang að Ís­landi, geti það reynst brot á regl­um sem eru skuld­bind­andi fyrir Ísland vegna að­ild­ar okkar að Evrópska efna­hags­svæð­inu (EES). Þetta er ein­fald­lega rangt. Íslandi er í sjálfs­vald sett hvort slík­ur sæ­streng­ur yrði leyfð­ur eða ekki.

HVDC-subsea-interconnectorÞetta kemur t.a.m. með skýr­um hætti fram í Samn­ingnum um starfs­hætti Evrópu­sam­bands­ins (Treaty on the functioning of the European Union; TFEU). Í þessu sam­bandi má vísa í 194. gr. um­rædds samn­ings, þar sem segir að skip­an orku­mála hvers að­ildar­ríkis sé í þess hönd­um.

Hvorki samn­ingar Evrópu­sam­bands­ins, samn­ing­ur­inn um EES, þriðji orku­pakk­inn, regl­urnar um frjáls vöru-og þjón­ustu­við­skipti, né aðrar réttar­heim­ildir Evrópu­rétt­arins breyta neinu um þetta.

Sem sagt: Hvort Ísland ákveð­ur að tengjast öðru Evrópu­landi með sæ­streng til raf­orku­flutn­inga er alfarið í hönd­um Ís­lend­ingra sjálfra. Eða öllu heldur á valdi Al­þingis. Um þetta er enginn vafi.

Höfundur vinnur að raforku­verk­efnum á Ís­landi. Þau verk­efni eru alger­lega óháð því hvort þriðji orku­pakk­inn verð­ur af­greidd­ur á Alþingi eður ei.

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Hér birtast hugleiðingar um hin ýmsu málefni; einkum um orkumál. Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr á Íslandi (Zephyr Iceland), sem er dótturfyrirtæki norska Zephyr.
Meira