Seðlabankar taka höndum saman

Tilkynnt var um aðgerðirnar nokkrum klukkustundum eftir að greint var …
Tilkynnt var um aðgerðirnar nokkrum klukkustundum eftir að greint var frá því að svissneski UBS-bankinn myndi kaupa Credit Suisse-bankann, en svissnesk stjórnvöld lögðu mikið kapp á að kaupin næðu í gegn fyrir opnun markaða í dag. AFP/Fabrice Coffrini

Seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands, Kanada, Japans, Sviss og Evrópusambandsins tilkynntu í gærkvöldi að þeir ætluðu að standa saman að aðgerðum til þess að bæta aðgang banka að lausafé.

Er aðgerðunum ætlað að róa taugar fjárfesta varðandi bankakerfi heimsins.

Tilkynnt var um aðgerðirnar nokkrum klukkustundum eftir að greint var frá því að svissneski UBS-bankinn myndi kaupa Credit Suisse-bankann, en svissnesk stjórnvöld lögðu mikið kapp á að kaupin næðu í gegn fyrir opnun markaða í dag.

Eru kaupin verðmetin á um 3,25 milljarða bandaríkjadala, eða sem nemur um 455 milljörðum ísl. króna. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK