Breiða samstöðu þarf gegn verðbólgu

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Hafið er skipulagt samtal milli fulltrúa samtaka atvinnurekenda og launafólks um aðgerðir gegn verðbólgu, sem nú mælist um 10%. Nýja kjarasamninga þarf að gera að ári og fyrir þann tíma er mikilvægt að tekist hafi að ná verðbólgunni vel niður, en til slíks þarf breiða samstöðu, segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.

Hann telur mikla einföldun að varpa allri sök á verðhækkunum á verslunina í landinu, enda sé hlutur hennar í verðmyndun vöru á markaði aðeins um fimmtungur af heildinni.

Stýrivextir Seðlabankans eru í dag 6,5% og búist er við frekari hækkun þeirra nú síðar í vikunni. Þessu segir Eyjólfur fyrirtækin finna vel fyrir og líklegt sé að hægi á fjárfestingum á næstunni. Til þess sé leikurinn líka að hluta til gerður. Það geti að einhverju marki þýtt að húsnæðismarkaðurinn verði hægari og minna byggt.

Eigi að síður sé mikil þörf á mikilli og kröftugri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á næstu árum, svo miklu sem slíkt skipti fyrir alla framvindu efnahagsmála í landinu. Öll standi fyrirtækin í landinu andspænis því að launakostnaður hafi hækkað mikið á síðustu árum í krafti þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið.

„Eðlilega leitar slíkt að einhverju leyti út í verðlagið. Sama gildir um neysluvöru; verð á helstu nauðsynjum á Íslandi hefur hækkað verulega á síðustu tólf mánuðum en þó mun minna en víðast hvar úti í Evrópu,“ segir Eyjólfur Árni, sem telur verðbólguna nú aðeins skammtímavanda.

Mikilvægt sé því að missa ekki sjónar á langtímamarkmiðum, enda þótt brekkurnar nú séu ef til vill brattari en stundum áður. Fjölbreytni í atvinnulífinu geri viðfangsefnin auðleystari en ella.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK